Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 2,31% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi VÍS, en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 1,72% í rúmlega 630 milljóna króna veltu. Gengi bréfa félagsins fór yfir 10 krónur á hlut og jafngildir það rúmlega 26% hækkun frá útboði með bréfin fyrir rúmri viku.

Til viðbótar hækkaði gengi bréfa Marel um 1,37% í dag, gengi bréfa Össurar fór upp um 0,56%, Haga um 0,52%, gengi bréfa Eimskips hækkaði um 0,19% og fasteignafélagsins Regins um 0,15%.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Vodafone um 0,6%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1% og endaði hún í tæpum 1.185 stigum.