Fréttir af mögulegum niðurskurði Arion banka virðist hafa aukið tiltrúa manna á hlutabréfum í félaginu sem hækkuðu um 1,27% í dag í viðskiptum fyrir 250 milljónir króna. Þá voru mikil viðskipti með hlutbréf í Símanum í dag eða fyrir 514 milljónir króna og hækkuð bréfin um 1,78%.

Augu flestra eru þó aðallega á Icelandair sem glímir við margskonar vanda þessa dagana. Hlutbréf Icelndair hækkuðu um 2,75% í dag en hlutir fyrir 94 milljónir króna gengu kaupum og sölum í viðskiptum dagsins.

Annars voru rauðar tölur meira áberandi í dag og lækkaði Úrvalsvísitalan lítilega í viðskiptum fyrir 1,5 milljarð króna. Mest lækkuðu bréf Heimavellir eða um 1,64%, sjávarútvegsfyrirtækið Brim lækkaði um 1,37% og fasteignafélagið Eik um 1,3%.