Hlutabréfamarkaðurinn var nokkuð tvískiptur í viðskiptum dagsins. Alls hækkuðu hlutabréf átta félaga, bréf fimm félaga lækkuðu og bréf sex félaga héldust óbreytt. Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um 0,72% og stendur hún í tæplega 2.250 stigum. Heildarvelta nam tveimur milljörðum króna í 167 viðskiptum.

Mest hækkuðu hlutabréf Icelandair eða um rúmlega 5,6% í 44 milljóna króna veltu. Standa bréf félagsins nú í 0,94 krónum hvert. Næst mest hækkuðu bréf VÍS, um 2,3%, í næst mestri veltu dagsins sem nam rúmlega 300 milljónum króna. Hlutabréf VÍS hafa hækkað um 18% síðasta mánuð. Þriðja mesta hækkun dagsins var á hlutabréfum Marel, um 1,13%, og standa þau í 717 krónum í lok dags.

Mest lækkun var á bréfum Skeljungs um 1,3% og standa þau í um 7,8 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum Brims um 1,1% sem standa í 44,7 krónum. Þriðja mesta lækkunin var á bréfum Eimskips um rúmlega prósentustig. Hvert bréf er nú virði 186 krónur og hafa þau hækkað um 40% á síðasta mánuði.

Íslenska krónan styrktist talsvert gagnvart Bandaríkjadal, um 0,87%, sem fæst nú á 140 krónur. Evran hélst í stað og fæst á 164 krónur. Pundið styrktist eilítið gagnvart krónunni og fæst á um 183 krónur. Norska krónan styrktist um 1,5% gagnvart þeirri íslensku og fæst nú á 15 krónur.