Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um fimmtán prósent í 171 milljón króna veltu. Bréfin hækkuðu um fimmtung í gær og standa í 1,3 krónum þegar þetta er skrifað. Markaðsvirði Icelandair er um 37 milljarðar króna.

Sjá einnig: Hækkun Icelandair nam fimmtungi

Ásamt hlutabréfum Icelandair hafa bréf Reita hækkað um rúmlega fimm prósent í 84 milljóna króna veltu. Bréf Eikar hafa hækkað um 4,5% í 88 milljóna króna veltu og bréf Icelandic Seafood hafa hækkað um 2,55%.

Úrvalsvísitalan (OMXI10) hefur hins vegar lækkað um 0,1% en bréf Marel hafa lækkað um nær prósentustig. Markaðsvirði Marel er um 60% af markaðsvirði vísitölunnar. Mest hafa hlutabréf Origo lækkað eða um nær tvö prósent.

Sjá einnig: Aukin bjartsýni og hlutabréf rjúka upp

Þegar þetta er skrifað hefur verið mest velta með bréf Arion banka fyrir 460 milljónir en bréf félagsins hafa hækkað um rúmlega prósentustig.