Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið um tæp 8% það sem af er degi. Fyrirtækið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung.

Hagnaður félagsins eftir skatta nam 26,2 milljónum Bandaríkjadala, eða 3,18 milljörðum króna. Hagnaður hefur því aukist um 17% milli ára.

Afkomuspá félagsins hefur versnað. Flugfélög hafa víðs vegar um heiminn fengið að finna fyrir áhrifum efnahagslegs óstöðuleika og hryðjuverkaárása í Evrópu. Talið er að krónan muni styrkjast næstu ár, en það mun hafa áhrif á rekstur félagsins. Fyrirtækið er með umtalsvert af tekjum í erlendum gjaldeyri, en margir af aðal kostnaðarliðum Icelandair eru í krónum.