Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,88% og stendur því í 1875 stigum. Heildarviðskipti dagsins námu 1,2 milljörðum króna og var mest velta með bréf Arion eða um 343,2 milljónir í 23 viðskiptum.

Aðeins tvö félög hækkuðu í virði í dag en það voru bréf Icelandic Seafood og bréf Símans. Bréf Icelandic Seafood, sem skráð er á First North markaðinn, hækkuðu um 0,2% og standa nú í 10,07 krónum hvert en bréf Símans hækkuðu um 0,11% og standa nú í 4,7 krónum.

Í heildina lækkuðu 17 félög í virði í dag en mest lækkun var á bréfum Icelandair eða um 3,44% og standa þau nú í 5,61 krónum hvert. Bréfin hafa lækkað um 39,35% á þessu ári. Næst mest lækkun var á bréfum Arion SDB eða um 2,46%. Þriðja mesta lækkun var á bréfum TM um 2,19% og standa bréf félagsins nú í 29,05 krónum.

Á meðan lækkaði gengi krónunnar meðal annars gagnvart svissneska frankanum um 0,53%, sænsku krónunni um 0,42%, evrunni um 0,14%. Hún hækkaði hins vegar gagnvart breska pundinu um 0,38% og 0,14% gagnvart Bandaríkjadalnum.

Evran fæst nú á rúmlega 138 íslenskar krónur. Bandaríkjadalurinn á rúmlega 124 íslenskar krónur og evran á rúmlega 138.