Gengi bréfa Icelandair hefur hækkað um 6,94% frá opnun markaða þegar þetta er ritað í viðskiptum upp á 143 milljónir króna.  Um klukkan fjögur í nótt náðust samningar á milli flugfélagsins og flugvirkja líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um en verkfall þeirra hafði staðið yfir síðan á sunnudaginn.

Í gær lækkaði gengi bréfa Icelandair um 2,08% eftir að viðskipti hófust á markaði í fyrsta skipti eftir að verkfallið hófst.

Gunnar Rúnar Jónsson formaður samninganefndar flugvirkja sagði í morgun að báðir aðilar hafi þurft að gefa eftir og samningsaðilar hafi mæst á miðjunni.