Hlutabréf þýska iðnaðarbankans IKB ruku upp í verði í morgun eftir að stjórnvöld tilkynntu að þau myndu leggja til einn milljarð evra til að bjarga bankanum frá gjaldþroti. Gengi bréfa í IKB hækkaði mest um 26% áður en þau tóku að síga niður á við og nemur dagshækkunin nú ríflega 12%.

Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði að þær hugsanlegu afleiðingar sem myndu hljótast af gjaldþroti IKB, yrðu "óútreiknanlegar". Stjórnvöld væru ekki reiðubúinn að taka slíka áhættu.

Michael Glos, efnahagsmálaráðherra, sagði að IKB myndi þurfa fjárinnspýringu að upphæð 1,5 milljarða evra og þyrftu aðrir bankar og fjárfestar í hlutahafahópi IKB að koma fram með 500 milljarða evra af þeirri upphæð.