Nýi Landsbankinn, annar stærsti hluthafi Marel Food Systems með 20% hlut, hefur sagt við Hörð Arnarson, forstjóra fyrirtækisins, að þessi bréf séu ekki til sölu.

Í kjölfar þjóðnýttingar viðskiptabankanna þriggja, og var Landsbankinn þeirra á meðal, á ríkið téðan hlut.

Þetta kom fram á afkomufundi Marel í morgun.

Hörður sló þann varnagla á að einhvern tímann hljót bréfin að vera til sölu.

Afkoma Marels á þriðja ársfjórðungi var í takt við væntingar stjórnenda,  að sögn Harðar.

Marel hagnaðist um 4,5 milljónir evra á þriðja fjórðungi samanborið 5,8 milljóna evra tap á sama tíma fyrir ári.