Lækkanir urðu á Bandaríkjamarkaði í dag.

Fyrirtæki á sviði iðnaðar koma sérstaklega illa út. General Motors lækkaði mikið í dag og er það mesta lækkun félagsins í þrjú ár. Fyrirtækið Research In Motion Ltd., sem framleiðir BlackBerry hefur heldur ekki fallið eins mikið síðan 2002.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,33%, Dow Jones um 3% og Standard & Poor´s lækkaði um 2,93%.

Olíverð hækkaði í dag um 4,05% og kostar olíutunnan nú 140 bandaríkjadali.