Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,02% í rúmlega 120 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Marel birti uppgjör í dag en þar kemur fram að hagnaður félagsins hafi dregist saman um rúm 50% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,97%, Eimskips um 1,45% og Icelandair Group um 1,14%. Þá lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,81%, Haga um 0,36% og Vodafone um 0,29%.

Þróunin dró Úrvalsvísitöluna niður um 1,55% og endaði hún um 1.188,7 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam rúmum 3,4 milljörðum króna.