Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 2,83% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréfin, sem hafa verið í lægri kantinum upp á síðkastið, nam 93 milljónum króna. á sama tíma hækkaði gengi stoðtækjaframleiðandans Össurar um 2%, Vodafone um 1,64% og Eimskips um 1,23%. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 0,48%, Regins um 0,30% og N1 um 0,29%.

Hins vegar lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,39%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,43% og endaði hún í rétt tæplega 1.823 stigum.