Gengi hlutabréfa Marel féll um 5,62% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru afgerandi meiri viðskipti með hlutabréf Marel en aðra daga. Á föstudag í síðustu viku voru viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins stöðvuð í skamman tíma í kjölfar forstjóraskipta en Árni Oddur Þórðarson , forstjóri Eyris, tók við af Theo Hoen. Þá birti jafnframt greiningardeild Arion banka verðmat á félaginu sama dag.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,09%, Össurar um 0,47% TM um 0,17% og VÍS um 0,09%.

Gengi bréfa Haga var það eina sem hækkaði en það fór upp um 0,14% í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,91% og endaði vísitalan í tæpum 1.173 stigum. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 910 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 491 milljón krónur.