Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,93% í 5,4 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.702,20 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,32% í 8,2 milljarða viðskiptum og er hún nú komin í 1.259,48 stig.

HB Grandi, Nýherji og Skeljungur einu sem hækkuðu

Gengi bréfa Nýherja hækkaði mest, eða um 2,43% í 82 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 29,50 krónur.

Næst mest hækkaði gengi bréfa HB Granda með 1,295 hækkun í 63,2 milljón króna viðskiptum og stendur gengið nú í 31,50 krónum hvert bréf.

Loks hækkaði Skeljungur um 0,17% í 36 milljón króna viðskiptum og er verð bréfa félagsins við lok viðskipta nú 6,03 krónur.

N1 og Síminn lækkuðu mest

Mest lækkun var á gengi bréfa N1 en bréf félagsins lækkuðu um 3,69% í 373 milljón króna viðskiptum og kostar hvert bréf félagsins nú 117,50 krónur.

Næst mest lækkaði gengi bréfa Símans eða um 2,65% í 215 milljón króna viðskiptum, og fæst hvert bréf í Símanum nú 3,68 krónur.

2,8 milljarða einstök sala

Langsamlega mestu viðskipti dagsins voru í Reitum fasteignafélagi, eða fyrir rúma 3,2 milljarða króna en bréf félagsins lækkuðu um 0,21% niður í 93,60 krónur.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í dag seldi Arion banki í fasteignafélaginu fyrir 2,8 milljarða í dag.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,7% í dag í 5,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 7,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 6,7 milljarða viðskiptum.