Gengi hlutabréfa stoðtækjaframleiðandans Össurar lækkaði um 1,27% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru mikil viðskipti með bréf eða upp á 51 milljón króna. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Haga um 0,79%, fasteignafélagsins Regins um 0,56% og Marel um 0,37%. Þá lækkaði gengi bréfa TM um 0,16%.

Gengi hlutabréfa VÍS hækkaði um 0,18% og var þetta eina hækkunin á hlutabréfamarkaði.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og endaði hún í 1.242 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 730,7 milljónum króna í Kauphöllinni í dag. Mest var veltan með hlutabréf VÍS eða upp á 319 milljónir króna.