Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 2,35% í fremur litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Veltan með hlutabréf Össurar voru einkennandi fyrir markaðinn í heild, en þau voru fremur lítil.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa VÍS um 1%, Haga um 0,67% og TM um 0,19%

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Regins um 1,98%, Marel um 1,12%, Vodafone um 0,9% og Icelandair Group um 0,46%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,07% og endaði í 1.126 stigum. Heildarveltan með hlutabréf á aðalmarkaði nam tæpum 790 milljónum króna.