Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hefur hækkað um 2,18% í 128 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Félagið lagði í morgun fram yfirtökutilboð í Eik fasteignafélags upp á rétt rúma átta milljarða króna. Fram kom á VB.is í morgun að tilboðið hljóðar upp á 5,05 krónur á hver hlut í Eik. Það er 21% yfir gengi bréfa Eikar í hlutafjáraukningu félagsins í síðasta mánuði.

Gengi hlutabréfa Regins stendur nú í 14,05 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Hlutabréf Regins voru skráð á markað í júlí í fyrra.