*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Erlent 19. nóvember 2020 10:36

Bréf Tesla í hæstu hæðum

Hlutabréf Tesla héldu áfram að hækka í gær en tilkynnt var um að félagið yrði skráð í S&P 500 vísitöluna fyrr í vikunni.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Fyrr í vikunni var tilkynnt að rafbílaframleiðandinn Tesla myndi vera skráð í S&P 500 vísitöluna í desember. Síðan þá hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað um nær fimmtung og eru nú í um 480 dollurum hvert. 

Í viðskiptum gærdagsins vestanhafs hækkuðu hlutabréf Tesla um rúmlega tíu prósent en þegar mest á lét hækkuðu þau um tæplega þrettán prósent fyrir opnun markaða fyrr í vikunni. 

Hlutabréf Tesla hafa einu sinni verið hærri eða í ágúst á þessu ári þegar þau fóru í stutt stund yfir 500 dollara hvert. Innkoma félagsins í fyrrnefnda vísitölu hefur haft mikil áhrif á markaðsvirði fyrirtækisins. Í september á þessu ári var ákveðið að Tesla yrði ekki hluti af vísitölunni, þvert á spár. Við þær fregnir lækkuðu bréf félagsins um fimmtung. Í upphafi árs voru bréf Tesla í 86 dollurum.

Stikkorð: Tesla