*

laugardagur, 23. janúar 2021
Innlent 26. nóvember 2020 16:50

Bréf TM hækka um 3,3%

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 2,9 milljörðum króna. Mest velta var með bréf Marel sem lækkuðu um 1,12%.

Ritstjórn

Alls lækkuðu hlutabréf ellefu félaga af þeim nítján sem skráð eru í kauphöll Nasdaq á Íslandi. Mest lækkuðu bréf Símans um tæplega tvö prósent sem standa þó í hæstu hæðum eða 7,65 krónum. Bréf sjö félaga hækkuðu. Mest hækkuðu bréf TM um 3,3% sem eru einnig í hæstu hæðum. 

Úrvalsvísitalan (OMXI10) lækkaði um 0,6% og stendur í 2.330 stigum. Heildarvelta nam 2,9 milljörðum í 317 viðskiptum en mest velta var með bréf Marel, fyrir 622 milljónir, sem lækkuðu um 1,12%. Næst mest velta var með bréf Arion banka sem lækkuðu um 0,28% og standa í 90,55 krónum.

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 14,3 milljörðum króna í alls 136 viðskiptum. Ávöxtunarkrafa flestra skuldabréfa lækkaði. Mest lækkaði krafa á óverðtryggð skuldabréf Landsbankans sem eru á gjalddaga 2025 eða um 16 punkta og er krafan nú 3,03%. Þrátt fyrir lækkun dagsins í dag er krafna sambærileg og hún var í aprílmánuði fyrr á þessu ári.

Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa sem eru á gjalddaga 2030 lækkaði um 11 punkta. Við lok dags stóð hún í 0,51% sem er sambærileg staða og í febrúar á þessu ári.