Bréf sænska netauglýsingafyrirtækisins TradeDoubler lækkuðu um tæplega 10% í dag í kjölfar tilkynninga um að AOL, dótturfélag Time Warner, hefði dregið til baka tilboð sitt í bréf félagsins. AOL bauð 215 sænskar krónur á hlut og hafði stjórn félagsins mælt með tilboðinu. Meirihluti hluthafa kaus hins vegar að hafna því.

Í tilkynningu stjórnar til hluthafa kemur fram að þeir telji að félagið hafi alla burði til að vaxa enn frekar. Áætlanir ger aráð fyrir að velta TradeDoubler verði 26 milljarðar króna á árinu og EBITDA verði tæplega þrír milljarðar.

Nýlega birti greiningardeild Nordea bankans nýja greiningu á félaginu þar sem þeir töldu verðmatsgengið vera 275 krónur á hlut eða 22% hærra en tilboð AOL. Tilboð AOL var upp á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 60 milljarða króna. Fjárfestingarsjóðurinn Arctic Ventures, sem í eigu Íslendinga og er stjórnað af Ragnari Þórissyni, á 9,7% hlut í TradeDoubler.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudaginn að Time Warner hefði stuðning stjórnar TradeDoubler og um það bil 20% hluthafa fyrirtækisins.