Í gær var Twitter aðgangur þó nokkra auðkýfinga hakkaður og voru birt loforð um peningagreiðslu. Á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netárásinni var Bill Gates, Joe Biden, Obama, Elon Musk og Kanye West.

Lofað var að greiða tvöfalt þá upphæð sem fólk myndi leggja inn en greiðslurnar áttu að berast með rafmyntinni Bitcoin, enda gjaldmiðill sem er órekjanlegur. Samkvæmt heimildum The New York Times hafði fjölda fólks tekið þátt áður en tístunum var eytt og sent yfir 100 þúsund dollara í formi Bitcoin.

Bréf félagsins hafa lækkað um rúmlega 7% á fyrirmarkaði og standa í 33,15 dollurum en þau voru virði 32,3 dollara í upphafi árs. Markaðsvirði félagsins var um 28 milljarðar dollara við lokun markaði í gær og má því álykta að markaðsvirði félagsins hafi lækkað um 226 milljón dollara vegna netárásinni.