Gengi bréfa Vodafone hækkaði mest í hlutabréfaviðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en hækkunin nam 2,41%. Gengi bréfa í Regin hækkaði um 1,13%, Eimskip um 0,44% og N1 um 0,25%

Gengi bréfa nokkurra félaga lækkaði í dag. Mest lækkuðu bréf í Össuri, eða um 1,08%, bréf Sjóvár lækkuðu um 0,89% og þá lækkaði gengi bréfa í Högum um 0,59%.

Mest viðskipti voru með bréf í Marel en gengi þeirra lækkaði um 0,38% í 417 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29% og stendur nú í 1.238,48 stigum. Velta á hlutabréfamarkaði nam 1.164 milljónum króna í dag og var hún öll á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.