Hlutabréf í Formúlu 1 liðinu Williams hríðféllu á fyrsta degi almennra viðskipta í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi í gær.

Viðskiptablaðið greindi frá fyrirhugaðri skráningu formúluliðsins í byrjun febrúar sl. í reglulegri þemasíðu undir liðnum Sport & peningar.

Þeir Frank Williams, eigandi og stjórnandi Williams, og Patrick Head, meðstofnandi seldur 2,4 milljónir hluta í félaginu í hlutafjárútboði, sem gerir um 24% hlut í félaginu. Hlutirnir voru seldir á genginu 25 (evrur) en með útboðinu fengust um 60 milljónir evra.

Samkvæmt frétt Reuters voru það helst fagfjárfestasjóðir og auðugir einstaklingar sem keyptu hluta í útboðinu, bjartsýnir um framtíð og velgengni félagsins.

Hlutirnir voru síðan teknir til viðskipta í kauphöllinni í Frankfurt í gær og féllu um 5% á fyrsta degi. Strax við opnun markaða lækkaði gengið niður í 23,9. Samkvæmt frétt Reuters má helst rekja lækkunina til þess að nýlega var hætt við Formúlu 1 keppni í Bahrain vegna mikilla mótmæla þar í landi.

Adam Parr, stjórnarformaður Williams, var þó brattur í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær og sagði að það sýndi kjark félagsins að skráð það á markað. Parr hefur áður sagt að skráningin væri ekki uppfylla lausafjárþörf liðsins. Þess heldur væri skráning á markað liður í því að tryggja fjárhagslega afkomu liðsins til lengri tíma.