Líftæknirisinn Regeneron stefnir á að vera tilbúið með lyf sem vinnur gegn COVID-19 veirunni eftir nokkra mánuði. Vonast líftæknifélagið til að geta hafið að prófa lyfið á snemmsumarmánuðum og á það að bæði að hjálpa fólki við að ná sér góðu af veirunni sem og að koma í veg fyrir að fólk fái veiruna. CNBC greinir frá.

Áður hafði Regeneron áformað að vera klárt með hundruð þúsundir skammta af lyfinu tilbúna í lok sumars.

Hlutabréf félagsins fóru á flug eftir að félagið greindi frá þessum áformum og höfðu hækkað um tæplega 13% við lokun markaða í gær.