*

sunnudagur, 24. janúar 2021
Erlent 23. nóvember 2020 14:18

Bréfin hækka í von um einkavæðingu

Hlutabréf Fannie Mae og Freddie Mac hafa hækkað um meira en fjórðung í kjölfar aukinna líkna á einkavæðingu.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Freddie Mac eru í Virginíu, Bandaríkjunum.
epa

Hlutabréf bandarísku fasteignalánafyrirtækjanna Fannie Mae og Freddie Mac hækkuðu um ríflega fjórðung á föstudag í síðustu viku; bréf Fannie Mea um 25,7% og bréf Freddie Mac um 29%. Fyrir opnun markaða í dag hafa bréf Fannie Mae hækkað um fjögur prósent.

Hækkunin er rakin til þess að stór skref í átt að einkavæða áðurnefnd félög verði tekin, jafnvel áður en Joe Biden tekur við forsetaembættinu sem á að fara fram í janúar næstkomandi. Ferlið er talið mjög flókið og myndu félögin þurfa að tryggja sér aukið eigið fé, að því er segir í frétt WSJ.

Það sem af er ári hafa hlutabréf Fannie Mae lækkað um 30% og bréf Freddie Mac um 27%. Á þessu ári fóru bréf félaganna lægst í marsmánuði.

Bandarísk stjórnvöld tóku yfir áðurnefnd félög í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 en félögin stóðu mjög höllum fæti á þeim tíma. Á sínum tíma fengu félögin um 190 milljarða dollara frá hinu opinbera.

Stikkorð: Fannie Mae Freddie Mac