*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 30. júní 2017 11:03

Bréfin hækkuðu um 1.813% á einu ári

Bandarískur vogunarsjóður stórgræddi á því að fjárfesta á réttum tíma í tölvufyrirtæki sem framleiðir leik fyrir Hello Kitty.

Ritstjórn
Hello Kitty er vinsælt vörumerki í Japan og víðar, og er meira að segja garður tileinkaður því í Japan.

Í mars síðastliðnum fjárfesti bandaríski vogunarsjóðurinn Renaissance Technologies japanska tæknifyrirtækinu CyberStep Inc, sem reyndist mjög góð fjárfesting.

CyberStep Inc, sem býr til tölvuleiki, skilaði nefnilega næst besta ársfjórðungi nokkurs félags í Japan á öðrum ársfjórðungi, sem gaf vogunarsjóðinum meira en sexföldun ávöxtun á fjárfestingu sinni í félaginu. Gengi félagsins hefur hækkað um 1.813% síðasta árið.

Fjárfesting vogunarsjóðsins nam 5,43% í félaginu í 27. mars að því er Bloomberg fréttastofan greinir frá, en þá þegar hafði félagið minnkað fjárfestingu sína nokkuð. Síðan jók félagið fjárfestinguna upp í 8,58% í apríl, en hefur síðan tekið út hluta af hagnaðinum, og er hlutur þess nú kominn niður í 3,45%. Samt sem áður er sjóðurinn enn einn stærsti stofnanafjárfestirinn í félaginu.

CyberStep tilkynnti í Janúar að það myndi gera snjallsímatölvuleik fyrir Sanrio Co, sem er eigandi Hello Kitty vörumerkisins, og hefur markaðsvirði félagsins síðan hækkað upp í 280 milljón Bandaríkjadali, og eru viðskipti með bréf félagsins nú um 27 föld bókfært virði bréfa þess.

Er félagið eitt fjögurra í vísitölu smárra fyrirtækja í kauphöllinni í Tokyo hvers hlutabréf hafa meira en fimmfaldast í virði á síðasta ársfjórðungi. Hin félögin eru netverslunin Dram Vision Co, hugbúnaðarfyrirtækið Remixpoint Co, og netþjónustufyrirtækið ASJ Inc, en það hefur hækkað mest í virði á ársfjórðungnum, eða um 548%.