Stærsta heimsendingarfyrirtæki Bandaríkjanna, DoorDash, var skráð á hlutabréfamarkaði í gær. Bréf félagsins hækkuðu um 86% eftir lokun markaða og stóðu í tæplega 190 dollurum.

Útboðsgengið nam 102 dollurum og hafði ítrekað verið hækkað. Fyrst stóð til að útboðsgengið yrði á bilinu 75 til 85 dollarar sem síðan var hækkað í 90 til 95 dollara. Miðað við núverandi markaðsverð er félagið virði um 72 milljarða dollara.

Við opnun markaða vestanhafs í dag lækkuðu bréf félagsins hins vegar um 6,5%. Á meðal annarra fyrirtækja sem lækkuðu í virði við opnun markaða var Tesla en bréf félagsins lækkuðu um fjögur prósent.

Airbnb verður skráð á markað í dag. Líkt og Grubhub verður útboðsgengi félagsins vel umfram fyrri áætlanir eða 68 dollarar fyrir hvert bréf. Fyrst var gert ráð fyrir að útboðsgengið yrði á bilinu 44 til 50 dollarar.