Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun taka þátt í pílagrímaflugi í Sádí-Arabíu næstu vikurnar og munu nota til þess Boeing 767-300 breiðþotu sem nýlega bættist í flugflota Icelandair. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að liðin séu þrjátíu ár síðan félag úr Icelandair-samstæðunni stundaði pílagrímaflug fyrir utan verkefni sem Loftleiðir tóku að sér fyrir nígerískt flugfélag fyrir átta árum.

Breiðþotan fer ekki í áætlunarflug á vegum Icelandair fyrr en næsta vor. Guðni Hreinsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hafi verið að nýta hana í önnur verkefni þangað til. Flugmenn Icelandair munu fljúga vélinni.