TF-GAY , breiðþota Wow air , hefur staðið á Keflavíkurflugvelli allt frá því að hún kom úr síðustu ferð félagsins til Los Angeles síðastliðinn mánudagsmorgun. Auk þess standa tvær glænýjar fjólubláar breiðþotur við Airbus verksmiðjurnar í Toulouse. Greint er frá þessu á vef Túrista .

Í byrjun árs 2017 gerði Wow samning um leigu á fjórum Airbus A330-900neo flugvélum, hver þeirra tekur 365 farþega. Tvær vélanna áttu að kom til Íslands í lok árs 2018 og hinar tvær ári síðar. Afhendingu á tveimur fyrri vélunum var síðan seinkað þar til í febrúar 2019.

„Í millitíðinni hefur flugáætlun Wow verið kollvarpað og Skúli viðurkennt að hann hafi farið fram úr sjálfum sér þegar WOW tók í notkun breiðþotur árið 2016," segir í frétt Túrista.

Í frétt Túrista segur að við verksmiðjur Airbus í Toulouse í Frakkalandi standi tvær fjölubláar breiðþotur merktar Wow air . Eru það Airbus A330-900neo vélar, sem flugfélagið átti upphaflega að fá afhentar í lok síðasta árs, en afhendingu var síðan seinkað fram í febrúar á þessu ári, eins og áður sagði.

„Talsmaður Airbus staðfestir í svari til Túrista að þoturnar TF-BIG og TF-MOG ( ensen ) standi í Toulouse . Ekki fást hins vegar upplýsingar um hvort hreyflar eru komnir á þoturnar og þær tilbúnar til flugtaks. Hvorki Skúli né leigusali flugvélanna svarar spurningum Túrista um hvort þoturnar eru ennþá á ábyrgð WOW eða ekki," segir í frétt Túrista.

„Ef WOW air hefur fengið þoturnar tvær afhentar þá er má gera ráð fyrir að flugfélagið sé í dag skuldbundið til greiða allt að tvö hundruð milljónir á mánuði í leigu á þotunum tveimur sem er í Toulouse . Miðað við fyrri yfirlýsingu WOW þá fær félagið hins vegar fyrst lyklana að nýju þotunum í næsta mánuði og tíminn sem Skúli hefur til að semja við eiganda flugvélanna er því knappur vilji hann komast hjá háu leigugreiðslunum," segir á vef Túrsta .