*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 29. október 2014 13:48

Beingreiðslukerfi mjólkurframleiðslu í óvissu

Eftir að tilkynnt var að greitt yrði fullt verð fyrir alla umframmjólk hafa viðskipti með greiðslumark mjólkur umpólast.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Eftir að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði tilkynntu að greitt yrði fullt verð fyrir alla umframmjólk til ársins 2016 hafa viðskipti með greiðslumark mjólkur umpólast. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Þar segir að gild kauptilboð hafi frá upphafi verið allt að fjórfalt fleiri en sölutilboð. Það sem af er þessu ári hefur þetta hins vegar snúist við. Mun fleiri tilboð eru um sölu greiðslumarks en kaup og verðið hefur lækkað um 44% í síðustu tveimur útboðum. Viðskiptum hefur jafnframt fækkað og verðið lækkað.

Í Hagsjánni kemur fram að líklegt sé að þessi verðlækkun endurspegli væntingar bænda um að breytingar séu framundan á beingreiðslukerfinu fyrir mjólkurframleiðslu. Næsta útboð verði haldið í byrjun næsta mánaðar og spennandi verði að sjá hvort framhald verði á þróuninni.

Lesa má Hagsjána í heild sinni hér.