Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, er nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna en tilkynnt var um niðurstöður kostninganna á þingi samtakanna klukkan 13:00 í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Breki hlaut 53% atkvæða en alls voru fjórir í framboði til formanns. Auk Breka voru það þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson og Unnur Rán Reynisdóttir.

Auk formannskosningarinnar var kosið í nýja stjórn samtakanna en nýja stjórn skipa:

  • Pálmey H. Gísladóttir
  • Halla Gunnarsdóttir
  • Hrannar Már Gunnarsson
  • Sigurður Másson
  • Snæbjörn Brynjarsson
  • Þórey S. Þórisdóttir
  • Sigurlína Sigurðardóttir
  • Guðrún Þórarinsdóttir
  • Ásdís Jóelsdóttir
  • Þóra Guðmundsdóttir
  • Jóhann Rúnar Sigurðsson
  • Þórey Anna Matthíasdóttir