Breska tískuvörumerkið Burberry fargaði óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum að virði tæplega 4 milljarða króna á síðasta ári, til þess að vernda vörumerki sitt. BBC greinir frá þessu .

Burberry og fleiri tískufyrirtæki farga óseldum vörum til að koma í veg fyrir að vörunum sé stolið eða þær seldur gegn vægu gjaldi.

Fyrirtækið segir að orkan sem hafi orðið til við brunan hafi verið beisluð og því hafi þessi aðgerð verið umhverfisvæn.