Rúningskeppnin Gullklippurnar 2015 verður haldin á Kex Hostel á morgun. Sá sem framkvæmir sneggstu og bestu rúninguna mun standa uppi sem sigurvegari. Kexland og Landsamband sauðfjárbænda standa fyrir keppninni.

„Meðal keppenda í ár eru núverandi Íslandsmeistari Hafliði Sævarsson, Julio Cesar sigurvegari Gullklippana frá því í fyrra, Gavin Stevens frá Skotlandi og Englendingurinn Foulty Bush. Starfsfólk Kexlands og Kex Hostel er í óðaönn að ljúka við undirbúning og í dag munu verðar settar upp litlar réttir svo engin hætta verði á kindurnar verði á vergangi í miðborginni á morgun. Gullklippurnar eru fjölskylduvæn skemmtun og verður haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og er hún opin öllum, ungum sem öldnum. Á meðan keppni stendur verður boðið uppá tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrennivín, harmonikkuundirleik og fleira. Sauðféð kemur frá Hraðastöðum í Mosfellsdal og kemur það í fylgd dýralæknis sem sér um að allt fari mannúðlega fram,“ segir í tilkynningunni.