Verð á hráolíu af Brentsvæðinu í Norðursjó stóð í 99,72 dölum á tunnu þegar markaðir lokuðu í gær og er þetta í fyrsta skipti síðan í lok janúar sem verð á Brentoliu fer niður fyrir 100 dali. Það sem af er degi hefur verð þó hækkað á ný í rafrænum viðskiptum og er það komið upp fyrir 100 dali á ný, nánar tiltekið 101,6 dalir.

Verð á olíu af svæðinu í kringum Mexíkóflóa; WTI, lækkaði einnig í gær og stóð í 75,67 dölum við lokun markaðar.