Hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í Bretlandi í kjölfar ræðu bandaríska seðlabankastjórans, Janet Yellen, hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,31% sem og FTSE 250 vísitalan hækkaði um 0,27%.

Hlutabréf lækkuðu þó í verði í heilsugeiranum, neysluvörum og þjónustu, en námuvinnslufyrirtæki náðu sér aftur á strik eftir að hafa lækkað yfir vikuna.

Pundið styrktist

Ræða seðlabankastjórans þykir vera til marks um bankinn lýti svo á að hagkerfi stærsta efnahagsveldis heims sé að batna, sem aftur hafi áhrif á hagvöxt í öllum heiminum. Snemma á föstudag birtust tölur frá hagstofu Bretlands um að verg landsframleiðsla í landinu á öðrum ársfjórðungi hefði verið 0,6%, sem var í samræmi við væntingar markaðarins.

Í kjölfar ræðunnar styrktist breska pundið gagnvart Bandaríkjadal, náði það hæst að vera andvirði 1,3260 dala, en lækkaði á ný og stendur nú í 1,31364 dölum.

Fyrr í mánuðinum hóf Englandsbanki enn viðameiri aðgerðir í magnbundinni íhlututun og öðrum aðgerðum til að styrkja breska hagkerfið í kjölfar ákvörðunar þjóðarinnar um að landið skyldi segja sig úr Evrópusambandinu.