Bresk stjórnvöld eru sögð ætla að koma í veg fyrir sölu á tólf olíu- og gasvinnslusvæðum til rússneska auðjöfursins Mikhail Fridman, segir í frétt BBC.

Breska orkumálaráðuneytið hefur gefið út að þau séu á móti samningum í sínu upprunalegu formi. Hætta sé á að samningurinn muni brjóta í bága við viðskiptabann sem er tilkomið vegna krísunnar í Úkraníu þar sem Fridman er hugsanlegt skotmark slíkra aðgerða. Auðlindirnar í Norðursjó eru í eigu þýska fyrirtækisins RWE Dea sem hefur í hyggju að komast að samkomulagi um sölu eignanna til félags sem Fridman stendur á bakvið.

The Department of Energy sagði í tilkynningu sinni að það hafi áhyggjur af áhrifum "mögulegra framtíðar viðskiptabanna" á Fridman og sjóð hans LetterOne. Þýska fyrirtækið RWE, sem á RWE Dea er búið að gefa út að samningurinn sem hljóðar uppá fimm milljarða evra muni ganga í gegn síðar í dag.

Samkvæmt skýrslu sem birtist í the Financial Times hefur Fridman hótað að lögsækja Bresk stjórnvöld ef þau munu reyna að koma í veg fyrir kaupin.