Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins segir, aðspurður um væntanlega málshöfðun Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum, að ráðuneytið viti af málsókninni.

„Við erum hins vegar alveg með það á hreinu að ábyrgðin fyrir falli Kaupþings liggur hjá bankanum sjálfur,“ segir talsmaðurinn í samtali við breska blaðið The Daily Telegraph.

Í frétt Telegraph er sagt frá áætlun íslenskra yfirvalda um að sækja mál sitt frammi fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu líkt og fram kom í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í dag.

Þá muni Kaupþing sækja mál sitt frammi fyrir breskum dómstólum, með aðstoð íslenskra stjórnvalda og mögulega muni Landsbankinn gera slíkt hið sama.