Fjármálaeftirlitið í Bretlandi hefur lagt 29,7 milljóna punda sekt á UBS bankann vegna viðskipta miðlarans Kweku Adoboli. Miðlarinn var í síðustu viku dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir svik. Sekt eftirlitsins er lögð á bankann fyrir að leyfa miðlara að stunda viðskipti langt utan heimilda. Upphæðin jafngildir nærri 6 milljörðum króna.

Greint er frá ákvörðun fjármálaeftirlitsins á á viðskiptavef BBC. Í tilkynningu frá UBS segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða innan bankans og verklagi breytt. Þá hafi bankinn unnið að úrlausn með eftirlitinu, móttaki athugasemdir þess og fallist á að greiða sektina.