Breska fjármálaeftirlitið hyggst skera upp herör gegn innherjaviðskiptum og leiða þá sem stunda slíkt í auknum mæli fyrir dómstóla. Talið er að innherjaviðskipti eigi sér stað fyrir allt að því fjórðung allra samruna skráðra fyrirtækja í Bretlandi.

Fulltrúar fjármálaeftirlitið sagði þingnefnd fjármálaráðuneytisins að nú ætti að ráðast gegn því sem kallast markaðsmisnotkun. Callum McCarthy, fráfarandi stjórnformaður eftirlitsins, sagði nefndinni að innherjaviðskipti væru ekki litin sérstaklega slæmum augum í fjármálaheimi Lundúna.

Í viðleitni sinn til að gera innherjaviðskipti alvarlegri hlut í augum fjárfesta hefur fjármálaeftirlitið fjölgað sérfræðingum sínum í markaðsmisnotkun úr 12 í 30. Einnig kemur til álita að að gera lengri fangelsisvist að viðurlögum innherjaviðskipta.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hefur sagt að hann muni styðja fjármálaeftirlitið í að hafa hendur í hári þeirra sem stunda markaðsmisnotkun.