DB Mortages, lánadeild Deutche Bank, er gert að greiða 840 milljónir punda, jafnvirði um 160 milljónum króna, sekt samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, FSA. Að auki greiðir DB Mortages lántakendum 1,5 milljónir punda vegna „ábyrgðarlausra ráðlegginga“. Það jafngildir um 285 milljónum íslenskra króna.

Í frétt Financial Times um málið segir að þetta sé í fyrsta sinn sem FSA sektar lánastofnun vegna ábyrgðarlausra ráðlegginga við lánveitingu.

Lánadeild Deutsche Bank er meðal annars sektuð fyrir að veita lán til einstaklinga sem nálguðust ellilífeyrisaldur. Lánadeildin þótti ekki huga nóg að því hvort lánveitendur gætu í raun greitt lánin til baka eftir að þeir yrðu komnir á ellilífeyrisaldur.