Breska gasveitan hefur ákveðið að lækka verð á gasi um 10% sem mun spara meðalheimili í Bretlandi um 79 pund á ár. Reyndar kemur lækkunin nú í kjölfar 35% hækkunar í júní á síðasta ári.

Í frét The Daily Mail kemur fram að almenn ánægja ríkir með ákvörðunina en hún hefur áhrif á tæplega 8 milljónum heimila í Bretlandi eða um 75% af viðskiptavinum gasveitunnar. Lækkunina má rekja til lækkunar á heimsmarkaði.