Breska hagkerfið er nú formlega í kreppu, í fyrsta sinn frá árinu 1991, þar sem þjóðarframleiðsla í Bretlandi dróst saman um 1,5% á fjórða ársfjórðungi 2008 en hafði á ársfjórðungnum þar á undan dregist saman um 0,6%.

Miðað er við kreppu þegar þjóðarframleiðsla dregst samana tvo ársfjórðunga í röð.

Að sögn BBC er samdrátturinn nú sá mesti á einum ársfjórðungi frá árinu 1980, þegar þjóðarframleiðsla dróst saman um 1,8% á síðasta ársfjórðungi þess árs.

Samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni dróst verksmiðjuframleiðsla saman um 4,6% sem hefur mestu áhrifin til minnkunar á þjóðarframleiðslu.