Breska efnahagskerfið er orðið stærra en það var fyrir efnhagshrunið árið 2008. Tölur sem breska hagstofan mun birta á föstudaginn sýna þetta.

Breska hagkerfið dróst saman um sjö prósent árið 2009 þegar það fór frá því að nema 392 milljörðum punda niður í 365 milljarða punda. Mikil uppsveifla hefur verið að undanförnu í Bretlandi og sýna nýjustu tölur að í öðrum ársfjórðungi 2014 óx hagkerfið og er nú talið nema 393 milljörðum punda, eða sem nemur 77 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Uppsveiflan undanfarna mánuði í Bretland hefur ollið því að hagkerfið hefur stækkað um 0,8% á síðastliðnum þremur mánuðum. Talið er að vegin landsframleiðsla muni aukast um 3,1% árið 2014 sem er meira en í nokkru öðru G7 landi.

Nú telja Bretar að þeir séu komnir út úr kreppunni og það sem meira er að nú sé um stækkun á hagkerfinu að ræða.

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir efnahagslífið í Bretlandi en þó má benda á að hagkerfi annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna náði sömu stærð og fyrir hrun strax árið 2011.