„Í upphafi árs vorum við með ákveðnar væntingar um sölu á skyrinu í Bretlandi og er óhætt að segja að árangurinn hafi verið langt umfram væntingar,“ segir Erna Erlendsdóttir hjá MS.

„Það ber auðvitað að taka fram að það er ekki einvörðungu netherferðinni að þakka, við höfum einnig verið með kynningar á skyrinu í verslunum, Fiona Campbell sem er þekktur bloggari og næringarfræðingur í Bretlandi er heilluð af íslenska skyrinu og hefur dásamað það og svo fór Lögreglan í London í heilsuátak og fékk sent skyr þannig mikið og gott starf hefur verið unnið úti, en þetta hjálpast auðvitað allt að og styður við hvort annað.“

Netherferð MS við markaðsetningu á íslensku skyri í Bretlandi var gerð á vefmiðlunum Google og Youtube og var hún unnin í samstarfi við íslenska fyrirtækið The Engine.

„Við nýttum okkur einnig vel samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter og erum við vægast sagt í skýjunum með árangurinn,“ segir Erna Erlendsdóttir, vef- og verkefnastjóri í markaðsdeild MS en hún segir það gríðarlega kostnaðarsamt að birta auglýsingar í sjónvarpi og prentmiðlum í Bretlandi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er ósáttur við styrkingu krónunnar.
  • Fjallað er um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á atvinnustig.
  • Varfærnislegar ákvarðanir Seðlabanka Íslands.
  • Mistök Hagstofu Íslands tekin fyrir.
  • Starfsemi íslensk sjávarútvegsfyrirtækis sem stendur í stórræðum í Asíu.
  • Rætt er við forstjóra Persónuverndar, Helgu Þórisdóttir um sögulega breytingu á persónuverndarlöggjöfinni.
  • Ítarleg greining á bættri eignastöðu íslenskra einstaklinga.
  • Gullsmiðurinn Sif Jakobsdóttir er í ítarlegu viðtali.
  • Tekið er viðtal við Búa Bjartmar Aðalsteinsson, sem framleiðir áfengi úr gulrófum.
  • Rætt er við Guðný Helgu Herbertsdóttur, sem tók nýverið við starfi markaðsstjóra VÍS.
  • Fylgiritið Orka og iðnaður fylgir Viðskiptablaðinu.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ráðgjöf Róberts Marshall.
  • Óðinn skrifar um ógagn þróunaraðstoðar.