Breskir fjölmiðlar telja líklegt á íslenskir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa breska matvælafyrirtækið Birds Eye, sem er í eigu Unilever-samsteypunnar.

Breska blaðið Eastern Daily Press segir líklegt að Bakkavör, sem keypti breska matvælafyrirtækið Geest í fyrra, geti haft áhuga. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Rekstur Birds Eye hefur verið erfiður og félagið sagði nýlega upp rúmlega 600 manns í kjölfar afkomuviðvörunar.

Væntanleg skáning Icelandair í Kauphöll Íslands hefur enduvakið orðróm og getgátur um að móðurfélagið FL Group geri tilraun til þess að taka yfir easyJet.

Ekki hefur komið fram hve mikið FL Group vonast til að fá fyrir Icelandair með skráningunni né hvað félagið ætlar sér að gera við fjármunina, sem munu hlaupa á milljörðum.

FL Group, sem keypti nýlega norræna lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir 15 milljarða, á 16.2% í easyJet. Stelios, stofnandi easyJet, hefur sagt að hann sé tilbúinn að skoða sölu á félaginu en ekki á núverandi gengi. Ólíklegt þykir að hægt sé að taka yfir easyJet án samþykkis Stelios þar sem hann og fjölskylda hans ráða yfir um 40% eignarhlut í félaginu.