Breska pundið hefur nú veikst um 3% gagnvart Bandaríkjadal og hefur ekki verið lægra í fimm ár.

Að sögn Reuters fréttstofunnar má rekja veikingu pundsins til orða Mervin King, bankastjóra Englandsbanka en hann sagði nýlega að Bretland væri á leiðinni inn í sitt fyrsta samdráttarskeið í 16 ár.

Pundið vegur nú 1,64 gagnvart Bandaríkjadal en hafði um tíma farið í 1,62 á millibankamörkuðum í Asíu í nótt.