Í dag styrktist breska pundið á mörkuðum, vegna væntinga um að stýrivextir verði lækkaðir í dag.

Jafngildir breskt pund nú um stundir 1,32 bandaríkjadölum og 161,31 íslenskri krónu, en það var seint á miðvikudag 1,3146 dalir. Fór það á sama tíma úr 1,1853 evrum í 1,19276 evrur.

Jafnframt er talið að skipun nýs forsætisráðherra, Theresu May, á Philip Hammond sem nýs fjármálaráðherra hafi aukið trú markaða.

Væntingar markaðanna eru að við vaxtaákvörðun Englandsbanka í dag verði stýrivextir lækkaðir í 0,25%, sem er sögulegt lágmark.