Breska pundið féll um meira en 2% á mánudagsmorgun, ásamt því að hlutabréf og evran lækkuðu þegar fjárfestar sóttu í öryggi japanska yensins, gulls og ríkisskuldabréfa.

Olíuverð héldust lág en stöðug þar sem fjárfestar virðust hafa komist að þeirri niðurstöðu að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um aðildina að ESB hefði ekki áhrif á heimsmarkaðseftirspurn eftir olíu.

Geta gripið inní ef þarf

Eftir lækkanir breska pundsins á asíumörkuðum hækkaði það eilítið á ný eftir að fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, tilkynnti á blaðamannafundi fyrir opnun markaða að ríkisstjórnin hefði styrkar varúðarráðstafanir sem gætu gripið inní ef þörf væri á og seðlabanki landsins gæti gert meira til stuðnings pundinu ef á þyrfti að halda.

Markaðir virðast því mun stöðugri í dag, heldur en á föstudag þegar hlutabréfaverð lækkuðu meira en þau hafa gert í fimm ár.