*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 29. júní 2017 15:05

Breska pundið styrkist enn

Síðustu sjö daga hefur breska pundið styrkst gagnvart Bandaríkjadal, og jafngildir það nú 1,299 dölum.

Ritstjórn
epa

Breska pundið hefur nú styrkst sjöunda daginn í röð gagnvart Bandaríkjadal, sem er lengsta tímabil styrkingar á gjaldmiðlinum síðan í apríl 2015. Eitt pund jafngildir nú 1,299 dölum. Kemur hækkunin til af því að bankastjóri Englandsbanka, Mark Carney, sagði að peningastefnunefnd bankans gæti þurft að hækka stýrivexti þrátt fyrir að hagkerfi landsins sé að veikjast.

Pundið hefur þegar náð þeim styrk sem það hafði fyrir kosningarnar sem haldnar voru 8. júní síðastliðnum og hefur það styrkst gagnvart 16 af helstu viðskiptamyntum sínum í dag, í kjölfar þess að bankastjórinn virðist hafa dregið aðeins úr yfirlýsingum sínum í síðustu viku fyrr í dag.

Annað sem fjárfestar horfa til er hvort Theresa May, forsætisráðherra, nái að tryggja sér nægan meirihluta í atkvæðagreiðslu á þinginu seinna í dag.