Breska pundið styrktist í fyrsta sinn í þrjá daga gagnvart evrunni í kjölfar þess að hagvaxtartölur Bretlands fóru fram úr væntingum hagfræðinga auk þess sem evran hefur veikst vegna sívaxandi áhyggna af fjármálum Deutsche bank.

Evran stendur nú í 0,8636 pundum, en á tímabili fór það upp í 86,29 pundum.

Neysla og fjárfestingar aukast

Stefnir í að pundið nái fyrstu vikulegu hækkun sinni í mánuð, í kjölfar þess að nýbirtar tölur sýndu aukna neyslu neytenda og að fjárfestingar fyrirtækja hefðu aukist sem vægi á móti auknum viðskiptahalla.

Jafnframt náðu tölur fyrir væntingar neytenda á ný þeim hæðum sem þær voru í fyrir atkvæðagreiðsluna um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.

Nýjar tölur í næstu viku

Þessi hækkun gæti þó verið skammvinn því markaðsaðilar munu á næstunni einblína á kannanir á stöðu framleiðslu, byggingar og þjónustu sem birtar verða í næstu viku, en greinendur telja að þær muni sýna að þar séu hjól efnahagslífsins að hægjast.

Þrátt fyrir hækkunina stefnir í að gjaldmiðillinn sjái fram á veikingu fimmta ársfjórðunginn í röð gagnvart Bandaríkjadal, sem er lengsta veikingartímabil síðan á 9. áratug síðustu aldar. Kemur þetta í kjölfar þess að gjaldmiðillinn náði þriggja áratuga lágmarki í kjölfar þess að breska þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið.

Minni líkur á frekari lækkun stýrivaxta

Framvirkir samningar markaðssetja 22% líkur á að Englandsbanki muni lækka stýrivexti frekar á árinu, sem myndi veikja pundið enn frekar. Væntingar um að efnahagsstaðan fari batnandi myndi minnka líkur á að Englandsbanki lækki vextina frekar í kjölfar lækkunarinnar 4. ágúst sem ákveðin var til að draga úr áhrifum af útgöngunni.